14.11.2008 | 17:26
Fréttamannafundur
Ný greiðsluvísitala!! Eina sem það gerir er að færa þungan á greiðslunum til. Ekki láta blekkjast af þessu. Þú munt ALLTAF þurfa að borga sama pening. Þetta er bara tilfærsla. Eina sem hjálpar fólki í dag er að frysta verðtrygginguna svo ekki komi til frekari hækkana á lánum. Þeir sem nú þegar eiga lítið eftir í eignum sínum mega ekki við þessu. Þetta er engin lausn og eina sem þessi fréttamannafundur gerði var að auka reiði mína í garð stjórnvalda.
Það er alveg ljóst að Geir H Haarde og Ingibjörg ásamt fleirum í ríkisstjórninn finnst þeim ekki bera neina ábyrgð á hvernig málum er háttað hérna. Svo við minnumst nú ekki á vini okkar í Seðlabankanum. Svo reiðast menn bara ef þeir eru spurðir hvernig standi á því að enginn beri ábyrgð. Ég er svo gjörsamlega búinn að fá nóg af þessu fólki. Það sést best á því að ég er byrjaður að blogga, sem ég hélt ég myndi aldrei nokkurn tímann gera.
Þetta er nú sennilega betri leið til þess að tjá reiði sína en að rjúka niður i bæ og taka í lurginn á þessu líði. Þó það styttist óþægilega mikið í að Íslendingar geri það........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
SGunn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.